Um helgina fer alþjóðlega badmintonmótið Iceland International sem er hluti af Reykjavíkurleikunum fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. 75 erlendir keppendur frá 24 löndum taka þátt í mótinu. Landsliðþjálfari Íslands, Tinna Helgadóttir, valdi 29 leikmenn í íslenska landsliðshópinn sem tekur þátt í mótinu, þar af sex BH-inga.
BH-ingarnir sem taka þátt í mótinu eru:
- Erla Björg Hafsteinsdóttir - Halla María Gústafsdóttir
- Róbert Ingi Huldarsson
- Sigurður Eðvarð Ólafsson
- Sólrún Anna Ingvarsdóttir
- Una Hrund Örvar
Við hvetjum allt badmintonáhugafólk til að fara í TBR húsið um helgina og fylgjast með spennandi keppni. Undankeppni í einliðaleik verður klukkan 9-13 á fimmtudag. Á föstudag er spilað klukkan 9-19 og á laugardag kl.10-13. Undanúrslit verða kl. 15:30-20:30 á laugardag og úrslit kl.10-13 á sunnudag. Sjá nánar á tournamentsoftware.com og badminton.is.
Comments