Opið hús verður í Strandgötunni klukkan 13:00-15:00 á laugardaginn 26.október í tilefni af 60 ára afmæli Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Allir eru velkomnir og eru BH-ingar hvattir til að taka vini og vandamenn með sér. Sjá viðburð hér á Facebook.
Klukkan 13:00 munu bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, og formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar, Hörður Þorsteinsson, skrifa undir samning um að BH taki við rekstri Íþróttahússins við Strandgötu um áramótin. Þetta er tímamótasamningur fyrir félagið sem tryggir því betri rekstrargrundvöll og þar með betri þjónustu við iðkendur og aðstandendur þeirra.
Að undirritun lokinni verður gestum og gangandi boðið uppá að prufa badminton, borðtennis og ýmsar þrautir. Þá verður einnig boðið uppá andlitsmálun, afmælisköku og kaffi. Þá verða fulltrúar frá RSL á Íslandi með kynningu á badmintonvörum.
Óskum eftir að iðkendur í U17-U19 mæti klukkan 11:30 til að hjálpa til við uppsetningu á salnum og önnur börn og unglingar sem æfa hjá BH verði mætt í hús klukkan 12:15 til að prufukeyra þrautir og stöðvar sem við verðum með. Gaman væri ef sem flestir myndu mæta í BH merktum bolum eða peysum.
Sunnudaginn 27.október verða engar æfingar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þá ætlum við að gefa þjálfurum frí eftir skemmtilegan afmælisdag.
Comentarios