Íslandsmót unglinga fór fram í TBR húsinu um helgina. Þátttakendur voru 143 talsins frá 7 félögum, þar af 40 frá BH.
BH-ingarnir stóðu sig mjög vel á mótinu unnu 26 verðlaun og 11 Íslandsmeistaratitla. Gabríel Ingi Helgason náði svo þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U15 flokknum þ.e. sigra í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Eftirfarandi 19 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:
Rúnar Gauti Kristjánsson - 1.sæti í tvíliðaleik í U11
Erik Valur Kjartansson - 1.sæti í tvíliðaleik í U11
Elín Helga Einarsdóttir - 2.sæti í tvíliðaleik í U11
Katla Sól Arnarsdóttir - 2.sæti í tvíliðaleik í U11
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir - 2.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U13
Gabríel Ingi Helgason - 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U15
Kristian Óskar Sveinbjörnsson - 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Guðmundur Adam Gígja - 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Jón Sverrir Árnason - 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir - 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Ragnheiður Arna Torfadóttir - 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Jón Víðir Heiðarsson - 1.sæti í einliðaleik í U15B
Heimir Yngvi Eiríksson - 2.sæti í einliðaleik í U15B
Karen Guðmundsdóttir - 1.sæti í einliðaleik í U17B
Natalía Ósk Óðinsdóttir - 2.sæti í einliðaleik í U17B
Freyr Víkingur Einarsson - 1.sæti í einliðaleik í U17B
Þorleifur Fúsi Guðmundsson - 2.sæti í einliðaleik í U17B
Una Hrund Örvar - 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U19
Halla María Gústafsdóttir - 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U19
Öll úrslit mótsins má finna á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum BH má finna á Facebook og fleiri myndir frá mótinu eru á Facebook síðum TBR og BSÍ.
Comentarios