Sunnudaginn 21.mars falla allar badmintonæfingar niður vegna Íslandsmóts í dansi sem fer fram í Strandgötunni. Í staðinn bjóðum við börnum og unglingum uppá páskabingó sama dag klukkan 11:00-12:00.
Bingóið verður í borðtennissalnum á 2.hæð og þurfa allir að ganga inn um stóra innganginn sem snýr útað kirkjunni. Því miður getum við ekki boðið foreldrum og systkinum með að þessu sinni en vonum að iðkendur fjölmenni.
Það kostar ekkert að taka þátt en allir sem mæta fá lítið páskaegg og það verða einnig páskaegg í verðlaun. Biðjum foreldra þeirra barna sem eru með ofnæmi eða óþol sem þarf að taka tillit til að senda okkur póst um það á bhbadminton@hotmail.com.
Comments