top of page
Search

Æfingahlé hjá árgangi 2004 og eldri

Updated: Oct 8, 2020

Vegna hertra sóttvarnarreglna á höfuðborgarsvæðinu þurfum við að gera æfingahlé hjá iðkendum sem fæddir eru 2004 og eldri frá og með deginum í dag, 7.október, í amk 2 vikur. Opnir tímar falla einnig niður á sama tímabili.


Iðkendur á grunnskólaaldri, fædd 2005 og yngri, fá að æfa áfram og verður æfingatafla þeirra óbreytt. Við tökum vel á móti þeim og pössum uppá að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Þeir sem kjósa að vera heima eða þurfa þess vegna sóttkvíar eða annars eru hvattir til að kíkja á heimaæfingarnar okkar hér á Youtube.


Biðjum iðkendur í badminton að ganga inn um inngang sem snýr að Strandgötu (sjónum). Dans og borðtennisiðkendur ganga inn um inngang sem snýr að kirkjunni. Áfram gildir að foreldrar og forráðamenn mega ekki vera viðstaddir æfingar barna, hvorki sem áhorfendur né þátttakendur. Allir þurfa að spritta hendur þegar komið er inn í hús og áður en farið er úr húsi. Mjög mikilvægt að allir sem finna fyrir einhverjum einkennum Covid19 haldi sig heima.


Hvetjum alla til að vera að duglega að fara út að ganga eða hlaupa og gera æfingar heima. Sýnum skynsemi og förum eftir leiðbeiningum yfirvalda. Við komumst í gegnum þetta fyrr ef allir vanda sig.


Comments


bottom of page