Æfingagjöld - veturinn 2024-2025
Börn og unglingar
U9 2x í viku (1.-3.bekkur)
- 68.500 kr/veturinn (36.500 kr/önnin)
U11-U21 (2015-2004) 3x í viku
- 81.500 kr/veturinn (42.500 kr/önnin)*
Keppnishópar (U13-m.fl.) 4-5x í viku
- 107.500 kr/veturinn (56.500 kr/önnin)*
*Við æfingagjald iðkenda 9 ára og eldri bætist 2.000 kr þjónustugjald sem félagið þarf að greiða til Badmintonsambands Íslands.
Athugið að frá gjaldinu dregst frístundastyrkur frá Hafnarfjarðarbæ eða öðrum sveitarfélögum. Skráning og greiðsla fer fram í Sportabler skráningarkerfinu.
Vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is ef vandræði eru með greiðslu gjalda. Félagið á sjóð studdan af félagsmönnum til að koma til móts við fjölskyldur í greiðsluvanda.
Fullorðnir
Almenningstímar (einn völlur)
- 158.500 kr. (2-4 saman - allur veturinn)
Almenningstímar (einn völlur) eftir kl.22
- 89.500 kr (2-4 saman - allur veturinn)
Almenningshópar með þjálfara 1x í viku
- 61.900 kr veturinn (34.500 kr/önnin)*
Almenningshópar með þjálfara 2x í viku
- 89.400 kr veturinn (52.500 kr/önnin)*
Tvíliðaleiksspil (lokaður hópur)
- 61.900 kr veturinn (34.500 kr/önnin)*
*Við æfingagjald iðkenda 9 ára og eldri bætist 2.000 kr þjónustugjald sem félagið þarf að greiða til Badmintonsambands Íslands.
Fjölskylduafsláttur
Veittur er fjölskylduafsláttur ef fjórir eða fleiri á sama heimili iðka badminton hjá BH. Afslátturinn er þannig að ódýrasta æfingagjaldið verður fellt niður. Hafið samband á netfangið bh@bhbadminton.is til að virkja afsláttinn.
Niðurgreiðsla á æfingagjöldum
Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir æfingagjöld fyrir iðkendur 6-18 ára búsetta í Hafnarfirði. Foreldrar þurfa að fara inní skráningarkerfið Sportabler með rafrænum skilríkjum til að sækja styrkinn. Niðurgreiðslan dregst þá frá æfingagjaldi viðkomandi. Í Sportabler er einnig hægt að sækja um frístundastyrk frá öðrum sveitarfélögum.